Harmsögur ævi minnar

25.7.05

Úps! Það voru vatnsmelónubitar inni í ísskáp sem voru byrjaðir að mygla all svakalega... ég ætlaði að henda þeim en þetta var blautt og ógeðslegt svo ég vildi ekki henda þeim í ruslið.

Mundi þá eftir karamellubúðingnum í klósettinu um daginn og datt það snjallræði í hug að gera slíkt hið sama. Trallaði inn á bað með skálina og blubbs blubbs blubbs, henti öllu heila klabbinu í dolluna. Þetta var kannski vanhugsað plan hjá mér því þegar ég sturtaði niður sátu bitarnir sem fastast í gatinu og klósettið fylltist af vatni. Ég þurfti því að eyða drjúgum tíma af deginum í að tína þá upp úr með gaffli. Ekkert sérstaklega skemmtilegt.

Note to self: Búðingur - já, vatnsmelóna - nei.