Harmsögur ævi minnar

7.7.05

Vá, vaknaði eldsnemma og setti í þvottavél og fínt. Fór svo aftur upp í rúm og lagðist í kóma í 2 tíma. Það er alltof erfitt að koma sér af stað í svona hita. En meðan ég lá í kómanu dreymdi mig fáranlegustu drauma ever. Sjitt. Jæja, hlýt að lifa það af.

Eitt sem ég var að spá í sambandi við e-a bókagrein sem ég var að lesa... kannist þið ekki við svona "Bókin á náttborðinu" dæmi í dagblöðum? Hvernig stendur á því að fólk er alltaf með 4-5 bækur á náttborðinu hjá sér akkúrat þegar blaðið hringir í það og það er ALLT e-ð geðveikt intellektúal stöff?? "Já, ég var einmitt að byrja á Hamskiptunum eftir Kafka, og svo er ég að lesa Blikktrommuna eftir Günter Grass sem er sko skyldulesning. Nú næst á listanum er "x" sem er sjálfsævisaga rússnesks hermanns sem lifði af seinni heimsstyrjöldina...fa fa fa". Yeah right! Meira að segja fegurðardrottning Trékyllisvíkur er að lesa Dostojevski.

Það þarf sko enginn að segja mér að meirihlutinn af þessu fólki er örugglega bara með Séð og heyrt og Danielle Steel á náttborðinu. Mér finnst að "Bókin á náttborðinu" dálkurinn ætti að fara óvænt heim til fólks... þá myndum við kannski fá "Raunverulega bókin á náttborðinu". Útkoman yrði örugglega e-ð aðeins minna menningarleg, but hey, af hverju í ósköpunum þarf fólk alltaf að þykjast vera e-ð sem það er ekki? Ég les sko fullt af krappi og er stolt af því. Reyndi einu sinni að lesa Meistarann og Margarítu af því allir voru að dásama hana og gafst upp... mér fannst hún bara huuuundleiðinleg. Nei, þá frekar les ég Grisham.