LÍN ætlaði að borga mér í gær en gerði ekki. Svosem ekki stærsta vandamálið í augnablikinu. Ég fór nefnilega á stúfana í gær til að leita að bókunum sem mig vantar. Það eru ítalskar málfræðibækur. Ég hugsaði með mér að það væri nú fínt að vera á Ítalíu í sumar, ég gæti þá keypt bækurnar vandræðalaust í bókabúð og byrjað að skrifa.
Ó ó ó hvað maður getur verið saklaus. Af sjö bókum sem ég leitaði að fann ég eina. EINA! Í tíu mismunandi bókabúðum! Það er eitthvað svo stórt að bókabúðasisteminu hérna að það hálfa væri nóg... ég var bara búin að gleyma því. "Öööö, nei veistu, við erum ekki með neina höfunda sem byrja á L". "Nei, við erum bara með bækur um tölvufræði og bandarískar skáldsögur eftir 1931". "Hmmm... ítölsk málfræði, nei veistu það er bara ekkert til, þetta er sko ekki beinlínis málfræðisísonið".
What??? Mér var boðið að panta bækurnar en síðast þegar ég gerði það beið ég í tvo mánuði. I'll be long gone eftir tvo mánuði og nenni ekki að taka sénsinn á því.
Það er heldur ekki eins og ég sé að biðja um Þjóðsögur Jóns Árnasonar þýddar yfir á færeysku. ÍTÖLSK MÁLFRÆÐI!!! Á ÍTALÍU!!! AF HVERJU ER ÞETTA EKKI TIL?? AF HVERJU ER ÉG MEÐ BJÓRVÖMB?? AF HVERJU NOTA ÉG SKÓ NR. 36? WHYYYYY?????
<< Home