Jeminn hvað það er heitt. Sit inni í eldhúsi í svitabaði... rótsterkur karrýréttur í hádegismat var hugsanlega ekki það gáfulegasta heldur.
Húsflugurnar láta mig ekki í friði, þær eru að reyna að komast í apríkósurnar mínar en eftir að ég setti viskastykki yfir þær urðu þær fúlar og nú setjast þær á mig og festast í svitanum. Jakk.
Ég myndi fara í sturtu en ég veit að ég á hvort sem er eftir að svitna við það að þurrka mér. Svo ég ætla bara að sitja sveitt áfram.
Merkilegustu fréttir dagsins eru þær að ég fór á klósettið og hélt að Jonathan hefði skitið lunga... þvílíkt var ógeðið í dollunni. Ég var alveg að fara að hringja á sjúkrabíl en þá komumst við að því að þriðji meðleigjandinn hafði hent risastóru creme caramel-i í klóið og gleymt að sturta niður. Það var nú léttir. Og gott að Jonathan þurfti ekki að fara á spítala.
<< Home