Tjah, ýmislegt hefur nú á daga manns drifið síðan síðast. Ég er búin að fara í heljarinnar strandferð (með heljarinnar magni af mat auðvitað), sjá 15 ógeðslega sæta nýfædda Sjeffer hvolpa, klifra upp í hæsta turn borgarinnar og læra smá. LÆRA!
Og í sambandi við það... dyggir lesendur muna kannski eftir frábæra undirstrikunarpennanum mínum sem var með innbyggðum mínípóstits. Þessi penni var þvílíkur gleðigjafi að lærdómurinn varð að hreinustu ánægju í langan tíma. Það þarf því væntanlega ekki að útskýra gremju mína og vonbrigði þegar ég kláraði síðasta mínípóstitsið í morgun. Það versta er að ég er þegar búin að merkja helming heimildanna í ritgerðinni minni með rauðum mínípóstitsum. Hvað á ég þá að gera við hinn helminginn? Merkja með stórum gulum póstitsum? Nei nei og aftur nei, það gengur engan veginn!
Og fyrsta verkefni Málfarsfasistanna í haust verður að finna gott orð fyrir póstits og mínípóstits. Punktið þetta hjá ykkur... ég vil fá góðar tillögur.
<< Home