Harmsögur ævi minnar

14.7.05

Ætlaði að reyna að skrifa í dag en er hálf dofin í höfðinu. Það er allt Jonathan að kenna náttúrulega. Við ætluðum nefnilega að greiða úr mp3 ruslinu mínu á þriðjudagskvöldið... setja í möppur og svona. Óþolandi óreiða á þessu... litlir stafir sums staðar í titlum og plötumöppur með bara einu lagi, uss uss uss.

Nema hvað að til að koma okkur í stuð opnuðum við vínflösku og það varð ekki aftur snúið. Næst tók JoJo til við að tæma SOS-skápinn. Það er ógeðsskápur inni í eldhúsi sem inniheldur (eða innihélt öllu heldur) partýleifar síðustu tveggja ára. Við náðum á undraverðan hátt að klára restarnar af e-i bónusrommflösku, vodkaflösku, ginflösku (þar af helmingurinn blandaður í vatn því blandið var búið), e-a hnetulíkjöra sem voru opnaðir fyrir ári síðan og löngu orðnir skrýtnir, og svo til að setja punktinn yfir i-ið drukkum við eitthvað, og ég segi eitthvað, í grænni flösku með stöfum sem við skildum ekki. Ætli það hafi ekki bara verið Absynth. A.m.k. er ég búin að vera geðveikt undarleg síðan.

Merkilegasta var að fyrir utan dofinn og tóman haus (en það ástand gæti reyndar hafa verið til staðar áður...) var ekki nein þynnka í gangi daginn eftir. Ekki agnarögn. Kannski var allt áfengi hreinlega gufað upp úr þessu drasli.

En ekki kvartar maður svosem... mér finnst ekkert gaman að sitja á klósettinu heilu og hálfu dagana með þ**********u.