Harmsögur ævi minnar

25.7.05

Það er bara búið að vera brjááálað að gera hjá mér. Öllum að óvörum birtust Morten og Heidrun (slumm-erasmus parið) á eyjunni og vinur hans Jonathans og nýr meðleigjandi sem er rauðhærð þjóðverjastelpa. Svo þegar Jonathan fer á miðvikudaginn kemur fröken Dóra. Þannig að bæ bæ BA ritgerð.

Svo hækkaði ég yfirdráttarheimildina mína þannig að það er aldrei að vita nema maður skelli sér í klippingu... hárið á mér er eins og All-Bran stönglar, þurrt og ógeðslegt.