Harmsögur ævi minnar

18.8.05

Úff, læri lær. Er að þræla mér í gegnum einhverjar málfræðibækur til að geta skrifað þessa blessuðu ritgerð. Ég myndi ekki skilja þetta þó það væri á íslensku, hvað þá á ítölsku. Hef samt á tilfinningunni að það sé verið að segja einfalda hluti á flókinn hátt. Ég get samt náttúrulega ekkert sannað það þar sem ég skil ekki neitt.

Fór annars í hrikalega skemmtilegt partý á mánudaginn, og fer væntanlega í annað á morgun. Gott gott.

Át súputening áðan og hann festist allur í gómnum á mér. Ég man ekki eftir því að það hafi gerst áður... alltaf er maður nú að lenda í ævintýrum.