Ojojoj, ekkert meira kakómalt með haframjöli. Haframjölið mitt er nefnilega stútfullt af hvítum lirfum. Sumar voru meira að segja orðnar að ógeðslegum fiðrildum sem flögruðu upp úr og framan í mig þegar ég opnaði. Ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig þetta gat gerst þar sem ég var með mjölið í lokuðu plastboxi. Helvítis pöddur... hvað á ég nú að borða? Bara kakómalt kannski? O jæja, maður nærðist nú ósköp vel meðan fröken Dóra var í heimsókn. Kannski dey ég ekki úr næringarskorti. Kannski.
Annars er ég að spá í að drífa mig út á land í nokkra daga og anda að mér sveitasælunni. Vona að það verði ekki mikið af pöddum. En þar er engin nettenging þannig að ekki örvænta ef ekkert verður skrifað. Maður er reyndar vanur að taka sér pásur núorðið.
Matthildur hamstur er aftur orðin skrýtin. Það er eitthvað ógeðshorn að vaxa upp úr hausnum á henni. Kannski hún þurfi að fara aftur á fúkkalyf. Spurning hvort hún sé bara að deyja. Ég heyrði e-s staðar að hamstrar yrðu bara tveggja ára og hún er alveg örugglega orðin það blessunin.
<< Home