Harmsögur ævi minnar

23.8.05

Mikið þoli ég stundum ekki ofursparsama meðleigjendur. Það Á EKKI að kaupa ódýrasta klósettpappírinn. Nú er t.d. bara til e-r ógeðspappír sem er svo þunnur og laus í sér að hann endurvinnur sig sjálfur beint á rassgatinu á manni. Nú spyr ég, er það sparnaður að þurfa að nota heila rúllu í einni ferð? Nei.