Harmsögur ævi minnar

11.9.05

Mikil bévítans fötlun er það að geta aldrei drullað sér í rúmið á kvöldin. Ég þarf að mæta í tíma kl. 8 og get ómögulega lufsast til að fara að sofa. Enda hrekk ég ekki í gang fyrr en seinni partinn og tími ekki að sóa þessum fáu tímum á sólarhring sem ég nenni að gera eitthvað í það að sofa. Nú skal tekið á þessu máli, vakna kl. 7 og snemma í rúmið. Af hverju get ég ekki verið morgunhani? Ef morguninn væri jafn notalegur og nóttin þá myndi ég örugglega nenna að vakna. Get ekki beðið eftir því að það verði dimmt allan daginn.