Harmsögur ævi minnar

10.9.05

Ég og Guffi unnum næstum því í pöbbkviss í gær og dönsuðum okkur svo upp að hnjám á 22. Svaka stuð.

Það er greinilega einhver massa rakamismunur á milli Íslands og Sardiníu... ég var orðin eins og þurrkuð daðla - exemflygsurnar fuku úr andlitinu á mér í rokinu og ef ég brosti sprungu varirnar á mér með blóði og látum. Svo ég keypti mér rosalegt boddílósjön. Nú er ég ekki þurr lengur en ég skil eftir mig fiturákir út um allt eins og snigill. Það er vandlifað í þessum heimi.

Svo líst mér þrusuvel á alla kúrsana í vetur. Hef samt ekki fengið mig til að byrja að læra. Ætli maður geymi ekki allt fram á síðustu stundu eins og venjulega...