Harmsögur ævi minnar

14.9.05

Jæja, reif mig á lappir eldsnemma (eða kl. hálf tíu, baby-steps, baby-steps) og rauk í að þrífa íbúðina svo ég myndi ekki sofna aftur. Þreif svo alla glugga að utan og endurraðaði í baðskápana. Sá mér svo til mikils hryllings að bæði klósettpappírinn og sjeríósið er að verða búið... og ég á eiginlega ekki pening til að fara í búð. Nema ég sleppi því að borga leiguna en það er nú kannski ekki sniðugt.