Harmsögur ævi minnar

18.9.05

Jeeeminn hvað það var gaman í réttunum! Ég er að drepast í öllum líkamanum af harðsperrum og er með massa marbletti á innanverðum lærum og kálfum eftir hestaferðina en það var þess virði. Svo er ég með ogguponsu marblett á handleggnum eftir að hafa dottið af baki. Ég vildi að ég gæti sagt að hesturinn hafi hent mér af baki en sannleikurinn er sá að ég missti bara jafnvægið heldur aulalega (maður var kannski orðinn aðeins valtur...) og datt. Það var fyndið og hálfvitalegt. Svo fór ég aðeins of langt á heimleiðinni og þurfti að snúa við. Ein. Næs. Var eiginlega búin að láta plata mig í að verða eftir á Hellu og fara á réttarball en skipti um skoðun þegar ég fattaði að ég var ógeðslega full og nennti ekki að vakna þunn daginn eftir, langt langt frá húsinu mínu. Svo ég hringdi í mömmu og hún sneri við til að sækja mig þessi elska. Svo komu Rabbi og Völli í heimsókn, það var gaman. Fyrir utan það náttúrulega hvað ég var ölvuð... en það rann nú af mér smám saman. Kl. 3 fórum við Völli og fengum okkur Kebab og eftir það var ég góð og bara næstum því edrú. En djöfulsins þreyta í morgun. Úff.