Harmsögur ævi minnar

6.2.06

Ég skrópaði í skólanum í morgun. Ekki af því að ég gat ekki vaknað, neibbs, ég var risin úr rekkju eldsnemma. Ég bara nennti ekki. Aðallega út af því að ég hafði ekki náð að lesa þessar 500 blaðsíður og tæplega 100 glærur sem átti að tækla í dag. Það er ömurlegt að sitja í þrjá tíma (frá 8:15 nota bene) og vita ekki rass um hvað er verið að tala. Þetta er hreinlega ógeðsfag og verður mér sennilega að falli í vor.

Ekki eru þó allir jafn áhugalausir og ég og gengið mitt. Neibbs, sumir mæta galvaskir og geta ekki beðið eftir því að fara að ræða strúktúralisma, póstmódernisma og guð má vita hvað. Sama er mér, meðan ég þarf ekki að taka þátt í því. Ég er líka alltaf orðin uppgefin eftir hálftíma því ég eyði svo mikilli orku í það að þykjast glósa. Heimsku skyldufög aaarrrg.