Harmsögur ævi minnar

29.1.06

Í nótt dreymdi mig að ég ætti risastóra svarta rottu sem gæludýr. Hún var hin andstyggilegasta og lét illa að stjórn. Í hvert skipti sem ég reyndi að setja hana í búrið sitt nagaði hún sig út og fór að þvælast bakvið húsgögn og endaði á því að naga gat á sjónvarpsstólinn minn og troða sér inn í fóðrið. Þá varð pabbi fúll og sagði mér að henda helvítis kvikindinu fram af svölunum. Ekki vildi ég gera það af einhverjum ástæðum. Svo náði ég í hana inn í fóðrið en hún beit mig til blóðs. Svo held ég að ég hafi vaknað.

Ég man að mér þótti samt vænt um rottuna þó að hún væri ógeðsleg.