Það er búið að reka mig úr pöbbkvissliðinu og nýr og ferskari leikmaður hefur verið tekinn inn í staðinn. Mér er skítsama. Hvern langar að taka þátt í asnalegri spurningakeppni hvort eð er?! Ekki mig, ó nei.
Má sauðsvartur almúginn koma með lagafrumvörp á Alþingi? Ef svo er þá ætla ég að skokka niður eftir með mitt á morgun. Það heitir: Endurlögleiðing dauðarefsingar á Íslandi. Dauðarefsingin mín á samt bara við hálfvita sem gefa ekki stefnuljós og sóða sem henda tyggjóum á götur og gangstéttir. Skammist ykkar þið sem lýsingin á við, þið eruð úrgangur samfélagsins og okkur hinum til skammar, leiðinda og óþurftar.
<< Home