Harmsögur ævi minnar

5.1.06

Nei nei nei. Skólinn byrjar á mánudaginn... gjörsamlega óþolandi. Ég nennekki nennekki nennekki. Nú þarf ég semsagt að drullast til að kaupa bækur, læra, skrifa tvær BA ritgerðir (og ákveða efnið fyrir aðra þeirra í ofanálag), ákveða hvar ég ætla að sækja um skóla á næsta ári og ganga frá því. Aaaaaarg. Ég er alveg að komast á þá skoðun að leggja árar í bát. Ætli maður fái námslán ef maður fótbrýtur sig og liggur í rúminu alla önnina?