Harmsögur ævi minnar

19.12.05

Þá er þetta alveg að verða búið, ég nenni ekki meir og er dauðfegin að hafa ákveðið að hætta eftir áramót. Hver þarf svosem eitthvað heimskulegt BA próf?

Bara þrjár og hálf jólagjöf eftir. Og ég pakka öllu inn ókeypis í Smáralind. Þá vitið þið það og þurfið ekki að hneykslast á plebbaskapnum í mér á sjálft aðfangadagskvöld. Og heimagerðir gullfallegir merkimiðar. Ég þarf nefnilega að kaupa mér skó og maskara og púður. Spennan er í hámarki!