Harmsögur ævi minnar

16.12.05

Ég lít orðið hræðilega út. Baugarnir á mér eru komnir með bauga. Ég er samt alltaf með nýja varalitinn á mér. Próf á morgun, helvítis bókmenntir dauðans.

Doktorinn létti talsvert lund mína með mynd sem hún setti á bloggið sitt. Það var gríðarlega mikil stemmning í þessari teiti sem var einmitt hin árlega afmælis-karókí-jólaveisla jólabarnsins Tobbaliciousar. Ég er nú ekki frá því að fólk hafi verið búið að fá sér aðeins í aðra tána.

Já dæææææs. Best að fá sér kaffi (og það eru allir bollar og öll glös ógeðsleg, með rauðum varalit á kantinum, held ég verði að fá mér uppþvottavél ef þetta á að ganga).