Harmsögur ævi minnar

14.12.05

Mér líst ekki á blikuna. Er að fara í próf í fyrramálið og ætti að öllu jöfnu að vera byrjuð að æla og skíta blóði af stressi. En ég er alveg gríðarlega afslöppuð. Þetta veldur mér nokkrum áhyggjum því yfirleitt er ég stressaðri eftir því sem ég les meira. Ég neyðist þess vegna til að sætta mig við það að líklega er ég illa undirbúin. Rólegheit dauðans og sjónvarpsgláp á Eggertsgötunni.

Kannski er það vegna þess að hin illa undirmeðvitund mín kokkaði upp áætlun B þar sem ég lá nær dauða en lífi í kvefpest og hita í gær. Ó já. Ef mér gengur illa í þessum prófum þá ætla ég nefnilega bara að hætta í háskólanum. Ég get ekki beðið eftir að komast eitthvert í frystihús að sortéra loðnu. Ég er hvort sem er svo óakademísk og ógagnrýnin í hugsun.

Aaaah, það er svo þungu fargi af mér létt að þurfa ekki að standa í þessum leiðindalestri áfram.