Jæja, þá er prófatíðin opinberlega hafin og kominn tími til að raða bolum og sokkum í litaröð og þrífa innan úr eldhússkápunum.
Ég var að spá í að halda partý á gamlárs en upp hefur komið sú hugmynd að nýta Grettinn áður en hann verður seldur.
Nú, ekki slæm hugmynd gæti fólk haldið. Meira pláss og svona. Rétt rétt. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af Bjórmálaráðherra frænda mínum. Hann er alltaf að skamma mig fyrir að hækka tónlistina og svo má aldrei hlusta á neitt skemmtilegt. Nei, það þarf alltaf að hlusta á eitthvað artí-fartí dæmi og allur diskurinn þarf að rúlla í gegn. Stundum gott, en ekki þegar um er að ræða 30 laga side project hjá hljómborðsleikaranum í Chavez. Þannig að ég kem með tölvuna mína og tónlistina og við munum hlusta á eighties lög og Stevie Wonder. Ó jú. Kannski eitthvað artí-fartí líka en ekki allt kvöldið. Kannski getum við gert þetta lýðræðislega. Kannski.
<< Home