Harmsögur ævi minnar

30.11.05

Hérna er jólaóskalistinn minn:

  • Nóa-Síríus súkkulaðibókin
  • Risa matreiðslubókin hennar Nönnu
  • Uppáhaldsbrjóstahaldarinn minn (fæst í Debenhams og heitir Chubby & Charming eða Fat & Fabulous eða eitthvað svoleiðis)
  • Maskari
  • Sápur og kremdót úr Lush eða Body Shop
  • Gallabuxur
  • Bækur (skiptir varla máli hvað því það er alltaf hægt að skipta, þó langar mig mikið í The Language Instinct eftir Steven Pinker)
  • Geisladiskar, nenni ekki að telja upp allt, mig vantar svo marga
  • Inneignarnótur í Bónus
  • Pictionary
  • Dýrindis karfa með ostum, kaffi, súkkulaði og góðu víni
  • 2 stk. BA ritgerð
  • Hipp og kúl bolur eða peysa
  • Svo langar mig að hitta alla vini míni og hafa það huggulegt og spjalla og spila og drekka rauðvín.
  • Heimsfriður (verður maður ekki að setja eitthvað svoleiðis líka?)