Harmsögur ævi minnar

18.11.05

Ég keypti mér gríðarlega fallegan áramótakjól í gær. Hann er örstuttur og með blúndu í staðinn fyrir bak (það er reyndar ekki hjartalaga gat í blúndunni, því miður). Þetta er kjóll sem er akkúrat passlega glyðrulegur fyrir gamlárskvöld, og auðvitað passar hann fullkomlega við gullskóna. Hmmmm...