Harmsögur ævi minnar

6.11.05

Ég fer á White Stripes og ekki orð um það meir.

Ástæðan fyrir því að ég er að blogga er ekki sú að ég hafi eitthvað að segja, heldur á ég að vera að læra fyrir próf. Þá vill hugurinn oft leita annað. Annars át ég illa upphitað kindabjúga áðan og líður hálf undarlega eftir það. Kannski er ég komin með einhverja sauðfjárveiki, riðu eða eitthvað þaðan af verra. En annars eiga þessi bjúgu að vera forsoðin þannig að það eru líklega ekki hundrað í hættunni. Jamm.