Jeminn eini, fór í IKEA áðan með mömmu til að fá mér kjötbollur og ís og tapaði mér, TAPAÐI MÉR yfir öllu jólaskrautinu. Ekkert grín, djöfull var ógeðslega mikið til af flottu jóladóti. Ég skríkti og hoppaði eins og vanviti yfir allri gleðinni, litunum og ljósunum (enda mikið jólabarn).
Það er nokkuð ljóst að vísa frændi verður misnotaður um helgina.
<< Home