Búið að klukka mig aftur... sem er mjög fínt því þá hef ég eitthvað til að blogga um:
- Ég er ógeðslega langrækin og get beðið í mörg ár með það að hefna mín á einhverjum þangað til rétta stundin kemur. Þetta er galli sko, ég held reyndar að ég sé búin að skána helling. Kannski af því ég er orðin svo gömul að ég man ekkert eftir því þegar fólk gerir mér eitthvað.
- Ég þoli ekki illa uppvaskað og kámugt leirtau.
- Ég hata dót sem annað fólk er búið að vera með uppi í sér, s.s. tannbursta, tyggjó, tannréttingagóma og slíkt. Djöfulsins viðbjóður.
- Í beinu framhaldi af því finnst mér ógeðslegt að lána tannburstann minn eða fá lánaðan tannbursta hjá öðrum. *Hrollur*, sé alveg fyrir mér tannsýklu hins fasta í hárunum (samt finnst mér ekkert ógeðslegt að fara í sleik!).
- Ég get gert sjálfa mig brjálaða með alls konar áráttuhegðun eins og "Slökkti ég á kaffivélinni? Slökkti ég á henni?? En eldavélinni??", "Læsti ég öööörugglega útidyrahurðinni?" (hef labbað ófáa kílómetrana til baka til að taka í hurðahúninn). Stundum get ég alls ekki stigið á samskeyti því mig kitlar í iljarnar af þeim, og stundum ef ég rek mig í hægra megin verð ég að reka mig í vinstra megin líka til að fá jafnvægi.
- Ég naga skinnið í kringlum neglurnar af miklum móð og verð yfir mig spennt ef það kemur sigg eða húðflipi sem ég get dundað mér við að uppræta.
Klukka þá tíkina, tobbalicious og Ku-Birm Kwon.
<< Home