Harmsögur ævi minnar

27.9.05

En heppilegt... ég þori ekki að fara að sofa því ég var alltaf að vakna í nótt við einhverjar ógeðslegar martraðir um spítala, blóð, limlestingar, innbrotsþjófa og morðingja. Nú er ég með augnpoka á stærð við brjóstin á mér af svefnleysi en get ómögulega hugsað mér að leggjast til hvílu með allri þessari óværu.

Það er einmitt heppilegt því eins og venjulega á ég eftir að læra fyrir morgundaginn. Ég get þá væntanlega drullast til að gera það og hoppað svo upp í rassgatið á mér.

Fyrst ætla ég samt að horfa á Judging Amy þó mér finnist það ekkert svo skemmtilegt.