Harmsögur ævi minnar

1.10.05

Þrususkemmtun á Eggerti í gær og dansað fram á rauðanótt. Nágrannasnótin var reyndar með vesen aftur. Ég veit ekki hvað er hægt að gera við svona fólk. Við reyndum meira að segja að bjóða henni í partýið en hún svaraði ekki.

En eins og var gaman í gær var dagurinn í dag hörmulegur. Mér finnst afspyrnu leiðinlegt að gubba og ég gerði mikið af því. Þynnka þynnka þynnka. Ég má ekki við því að eyða tíma í svona rugl og hef því tekið þá ákvörðun að fá mér ekki í glas fyrr en í lok annar. Einn bjór eða vínglas endrum og eins er í lagi en ekkert svona rugl. Bara fáránlegt að maður fatti ekki hvað það er ógeðslegt að vera þunnur þegar maður er að drekka. Og hvaða rugl er þessi þynnka? Mjög ósanngjarnt.