Harmsögur ævi minnar

29.9.05

Jeeei, átti afmæli í gær og er officially orðin gömul og hrukkótt kellingarskrukka. Oj. Takk allir sem munduð eftir mér! Það yljaði mér um gamlar og reykingastíflaðar hjartaræturnar. Ég elska ykkur (Gimmi og Glókollur... búið ykkur undir að fá dauða rottu í pósti fyrir gleymskuna).

Er að horfa á íslenska Piparsveininn. Soldið svona leim en ég á samt örugglega eftir að glápa á alla seríuna. Stærsti gallinn er að þetta fer ógeðslega hægt af stað, gerist ekkert og fólk er bara að blaðra um ástina og barneignir og ferðalög og bla bla blaaa. Get ekki beðið eftir að þær fari að grenja og svona. Jamm. En hvað sem má segja um þennan blessaða þátt verð ég að taka ofan af fyrir fólkinu sem þorir að taka þátt í svona dæmi á oggulitla Íslandi. Annars þekki ég ekki neinn, ég kannski búa of lengi í útlönd?