Harmsögur ævi minnar

1.10.05

Skólabókin sem ég er að reyna að lesa (fyrir próf á þriðjudaginn) er þeim merkilegu hæfileikum gædd að svæfa mann á undraskömmum tíma. Ég hef aldrei lesið í þessari bók án þess að sofna eftir 2-3 blaðsíður. Hvernig í ósköpunum á ég þá að lesa hana fyrir prófið?

Sem betur fer er fröken Dóra á leiðinni til bjargar með rauðvín og slúður. Frökenin rúlar.