Harmsögur ævi minnar

2.10.05

Gleymdi að minnast á að ég er komin með glænýja klippingu. Börkur snyrti mig á föstudagskvöldið. Var góð hugmynd þá, ekki svo góð hugmynd daginn eftir. En ég er að venjast þessu, er bara nokkuð smart finnst mér. Frökenin fékk líka snyrtingu, öllu fagmannlegri og látlausari hjá Tobbaliciousi. Sumt fólk þorir aldrei að breyta til. Piff.