Harmsögur ævi minnar

13.10.05

Mér skjátlaðist; þetta var ekki miðannarstresskastið í gær heldur bara fyrirboði. Kastið kom núna áðan þegar ég kom heim úr skólanum og brast í grát. Mig langar helst að skríða inn í geymslu og koma út á aðfangadag. Ég hef gefist upp, það er ekki nokkur séns að ég nái að klára þessa önn og skrifa ítölskuritgerðina. Ekki fokking séns.