Harmsögur ævi minnar

12.10.05

Fékk miðannarstresskastið í dag. Þegar maður hugsar: "Guð minn fokking almáttugur hvað ég á eftir að lesa mikið". Ekkert nema gott um það að segja. Manni leiðist ekki á meðan.

Er að spá í hvort ég eigi að taka veðrið í Cagliari út. Svoldið glatað að vera að velta sér upp úr því hvað það er gott veður annars staðar meðan maður er að krókna. Kannski set ég inn jólagjafalista í staðinn. En varið ykkur, það fær enginn jólagjöf í staðinn frá mér. Í mesta lagi mamma og pabbi. Kannski.