Harmsögur ævi minnar

15.10.05

Jæja, hitti Bjórmálaráðherra í gær og hann skipaði mér að hætta þessu helvítis væli á blogginu, það væri ekki lesandi orðið og helst farið að minna á skriftir Glókolls í ástarsorg (Glókollur skrifar ekki lengur, enda er hann ekkert lengur í ástarsorg).

Nú, ég tek allri krítík vel og breyti því um tón. Úti er rok og rigning sem er ágætt. Get reyndar ekki beðið eftir skammdeginu, það er svo huggulegt að sitja í myrkrinu með kertaljós og kakóbolla.

Skólastress, tjah, hvað er svosem það versta sem getur gerst? Maður fellur þá bara, annað eins hefur nú komið fyrir á bestu bæjum. En ég á samt ekkert eftir að falla, ég veit það alveg. Ég er svo ótrúlega klár.

(Jæja... ánægður Haðrekur? Þetta er nú alveg überhresst!)