Harmsögur ævi minnar

21.10.05

Úps, kannski mistúlkaði ég drauminn. Ég fór nefnilega með mömmu í Bónus í gær og verslaði helling. Svo fórum við á kassann og ég setti mitt dót fyrst og plastskilrúm á milli. Mamma gerði sér svo lítið fyrir og tók skilrúmið laumulega í burtu þannig að allur varningurinn okkar fór saman í gegn. Hún borgaði svo fyrir allt saman. Ég var svo þakklát að ég fékk tár í augun og allt og faðmaði og kyssti móður mína fyrir framan alla.

Og aftur að draumnum. Þarna má kannski segja að móðir mín hafi tekið upp hanskann fyrir, hvað, vísakortið mitt? Einhver merking hlýtur að liggja þarna að baki. Stakur ljósbrúnn leðurhanski, Bónus, móðir... hmmm.

En þá er ég náttúrulega fokkt með ritgerðina sem er öllu verra mál.