Harmsögur ævi minnar

20.10.05

Í nótt dreymdi mig að mamma gæfi mér pakka. Ég var full tilhlökkunar og velti mikið fyrir mér hvað skyldi leynast þessari óvæntu gjöf. Í pakkanum reyndist vera einn ljósbrúnn leðurhanski.

Þennan draum ætla ég að túlka sem fyrirboða um það að ég nái að skila þessari glötuðu ritgerð sem ég er að gera á réttum tíma. Og að ég fái hátt fyrir hana. Takk mamma.