Harmsögur ævi minnar

27.10.05

Það má eiginlega segja að þessi ritgerð sem ég var að skrifa um daginn hafi eyðilagt líf mitt. Ég sneri sólarhringnum gjörsamlega við til að klára hana og hún var samt ógeðslega léleg. Nú er allt í rusli, er stanslaust þreytt, með hausverk og beinverki og er að reyna að læra fyrir hjúds bókmenntapróf á morgun. Sem gengur náttúrulega ekki því ég get ekki haldið mér vakandi. Og samt er ég búin að skrópa fullt til að hafa meiri tíma.

Og eins og þessar hörmungar séu ekki nóg þá er ég líka með sár í gómnum eftir að hafa hakkað í mig heilan poka af Dracula brjóstsykri á bókhlöðunni í gær. Þetta líf sko!