Harmsögur ævi minnar

9.11.05

Ég ætla aðeins að kvarta yfir málfari; hlægjandi kom tvisvar fyrir í Blaðinu í dag. Í sama viðtalinu. Svo sagði kallinn í Innlit/Útlit dekkorasjón og dekkoreita. Ég get ómögulega ímyndað mér af hverju hann gat ekki bara sagt skreyting og skreyta. Það er sjálfsagt ekki nógu hipp og kúl.

Annars er ég lasin - svona fer þegar maður sefur lítið og borðar óhollt. Ef einhver vill koma og hjúkra mér er það velkomið.