Harmsögur ævi minnar

15.11.05

Ég er miður mín. Miður mín segi ég. Ég sá svo ofboðslega fallega skó í Bianco og hef hvorki getað nærst né hvílst síðan ég leit þá augum. Þeir eru gulllitaðir og með háum hæl og opinni tá. Ég á mjög sennilega ekki eftir að líta glaðan dag aftur nema ég eignist þessa skó.