Harmsögur ævi minnar

11.11.05

Af hverju fer sumt fólk í taugarnar á manni og sumt fólk ekki? Sumt fólk bara þoli ég ekki. Stundum hef ég ástæður fyrir því óþoli, misrökréttar þó, og stundum fáránlegar... en hver er svosem fullkominn? Stundum fer fólk líka í taugarnar á mér ekkert út af neinu sérstöku. Eða þ.e.a.s. það er væntanlega út af einhverju sérstöku en mér tekst ekki beinlínis að útskýra það. I guess some people just have a face you wouldn't get tired of hitting. Kannski fer ég meira að segja gríðarlega í taugarnar á einhverjum sem þekkir mig ekki neitt. Það væri nú aldeilis gott á mig.

Kannski er bara einhver pirringur í mér því ég er enn óbötnuð og þá get ég verið svolítið súr. Ég ætla að skrá mig næst í læknisfræði og finna upp eilífðarbólusetningu gegn beinverkjum. Beinverkir eru svo sannarlega verkfæri djöfulsins. Tobbalicious sagði að kannski væru þetta vaxtarverkir hjá mér, en mér er það stórlega til efs. Það væri samt frábært að bæta við sig eins og fimm sentimetrum.