Harmsögur ævi minnar

16.11.05

Nú er illt í efni. Ég veit ekki hvort það er veðrinu eða einhæfu mataræði að kenna en húðin á mér er í tómu tjóni. Ég er öll að steypast út í ógeðslegum bólum og hársvörðurinn á mér er fullur af exemi og rauðum blettum. Ég er eins og geðsjúki vinurinn í "There's something about Mary". Skemmtilegt. Það fer víst enginn peningur í skó, nei nei, nú þarf ég væntanlega að punga út fyrir bólulækni. Ég get ekki gengið um götur borgarinnar eins og fílamaðurinn.