Harmsögur ævi minnar

23.11.05

Æi, mig dreymdi í nótt að ég hefði farið í próf í seinni hluta bókmenntakúrsins sem ég er í (erum búin að taka próf úr fyrri hlutanum sem gekk ágætlega). Nema hvað að kennarinn lét mig hafa prófið og ég fékk fimm!! Ég stóð lengi vel með tárin í augunum og horfði á prófdrusluna, ætlaði svo að biðja hann um að fara yfir það aftur til öryggis. Ég var að vona að hann hefði gefið vitlaust, mér fannst mér hafa gengið svo vel. En svo vaknaði ég þannig að ég kemst víst aldrei að því.

Spurning um að tapa sér úr stressi?