Harmsögur ævi minnar

21.11.05

Allt í góðu, þrusutónleikar hjá Hvítum Strípum í gær. Var í stúku sem var ekki alveg nógu mikið rokk og ról, en þegar fólk er komið á minn aldur er þetta eina lausnin. Snilld bara.

Er reyndar í letikasti, allt of stutt í jólapróf og ég er lömuð af hræðslu. Ætlaði að búa til lærivikuáætlun en kom mér ekki einu sinni í það. Og borðaði fullt af súkkulaði sem er algjörlega bannað fram að jólum.

Gleðilegt að sjá að Tíkin er búin að fá sér glæsidress fyrir áramótin. Ég treysti að þið hin/ar sem ég ætla að detta í það með á áramótunum séuð að finna ykkur átfitt. Ég verð ekki í partýi með einhverjum lörfum þetta árið. Það virðist ekki vera lenska hjá Ítölum að fara í spariföt á jólum og áramótum og þ.a.l. er ég búin að vera eins og misheppnaður klæðskiptingur síðustu tvö árin á gamlárskvöld. Það er alveg nauðsynlegt að vera aðeins over-the-top á gamlárs, en þegar allir hinir eru í gallabuxum er það bara kjánalegt.

Þannig að farið að brúka greiðslukortin. Og Chazz: ég er hérna með silfurspandexsamfesting. With your name on it.