Harmsögur ævi minnar

20.11.05

Ég er búin að vera svo skelþunn í dag að ég hélt í alvörunni að ég myndi ekki lifa það af. Pöbbkviss sem fór úr böndunum, uss uss. Áttaði mig á því um kvöldmatarleytið að líklegast myndi ég nú ekki drepast. Enda hafði ég alltaf á tilfinningunni að ég myndi deyja undir öllu dramatískari kringumstæðum. Til dæmis í loftbelgsslysi eða bjargandi litlu barni frá drukknun. Að deyja úr þynnku er alveg glatað.

Svo ég fór og leigði mér vídeó og keypti fullt af nammi. Maginn var ánægður með það enda galtómur eftir allt gubberíið. Ojbara, ég ætla aldrei að drekka aftur. Kannski eitt freyðivínsglas á gamlárskvöld og búið *hrollur*. Andstyggilegur andskoti.