Úps braut bindindið í gær, en það byrjar semsagt frá og með deginum í dag. Vorum hvert öðru fyllra og hefur annað eins rugl ekki sést í langan tíma. Nenni ekkert að fara út í smáatriði, man hvort sem er ekki mikið og það sem ég man er hreinlega of neyðarlegt til upprifjunar. Skelfilegt.
Lufsaðist nú heim um fjögur-leytið. Eitthvað var maður orðinn þreyttur því ég lagði ekki í það að opna svefnsófann. Ég lagði heldur ekki í það að fara úr fötunum. Ég fór samt úr sokkunum. Af hverju í andskotanum veit ég ekki. Rugl.
<< Home