Harmsögur ævi minnar

29.11.05

Pröf búið, hana nú. Skrifaði heillanga romsu um aðlögun og tungumálakennslu innflytjenda á Íslandi. Ég er viss um að ég fái 10. Eða eitthvað.

Annars verð ég kærasta um jólin. Jahá, fæ einingar fyrir það og allt. Þetta er hluti af einhverju Mentor-verkefni uppi í háskóla. Sumir fengu grunnskólabarn til að föndra með einu sinni í viku og aðrir lásu fyrir gamalt fólk. En ég verð kærasta. Það er fínt maður, þetta er rétt í þrjár vikur, alveg heppilegt fyrirkomulag fyrir svona fólk eins og mig sem hefur engan áhuga á sambandsveseni en vill samt ekki vera eitt yfir hátíðirnar.

Ætli það sé ekki hægt að fá lánaðan krakka einhvers staðar svo maður geti haldið almennileg fjölskyldujól? Æi það er kannski einum of. Já, látum bara hér við sitja. Maður vill nú ekki neyðast til þess í ofanálag að leggja frá sér bokkuna, svona fyrst maður hefur loksins tíma til að detta í það. Þetta verður huggulegt.