Harmsögur ævi minnar

6.12.05

Jæja fór í fyrsta prófið í dag og er strax orðin algjörlega vansvefta og geðveik.

Það er mikið að pirra mig þessa dagana að lakið sem ég er með á rúminu (svona frotté-teygjulak) virðist vera aaaaðeins of lítið. Þannig að ef ég bylti mér vitlaust skýst eitt hornið af og í átt að miðjunni. Ef ég laga það ekki strax fylgja hin á eftir og ég enda öll flækt í einhverjum asnalegum frotté-köggli. Ég skemmti mér semsagt við það á næturnar að festa lakið á rúmið.

Völundur spurði mig af hverju ég skipti ekki bara um lak. Það er nú bara út af því að lakið sem passar á rúmið er grænt og passar engan veginn við rúmfötin. Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að gera í þessu... á ég bara að skipta um allt eða? Kaupa nýtt lak kannski? Ansans.