Harmsögur ævi minnar

8.12.05

Er í miklu óstuði og tilhugsunin um að ég þurfi nauðsynlega núna að fara að læra er að drepa mig. Allt ómögulegt og hundfúlt. Sem betur fer keypti ég fallegasta varalit í heimi í dag. Það dugar til að kæta mig í nokkra daga. Verst að hann er eldrauður og því ekki notanlegur dags daglega. En það er ekkert sem segir að maður megi ekki vera varalitaður heima hjá sér. Í náttfötunum. Alltaf smart, alltaf.

Vonbrigði dagsins eru þau að háhæluðu silfurbandaskórnir sem ég sá í Topshop eru bara til í 39. Af hverju fæddist ég ekki með stærri fætur, af hverju guð?! Sá aðra fallega hælaskó í Zöru en þeir eru sjúklega háir. Sé fram á edrú gamlárskvöld ef ég kaupi þá og það er alveg bannað. Nema ég láti mig bara hafa það, hvað er eitt fótbrot milli vina? Ég hef nú meiri áhyggjur af því að gera eitthvað ennþá neyðarlegra, eins og að reyna við eitthvað skylt mér. Fridzy, þú kannski hendir mér inn í herbergi ef það stefnir í eitthvað svoleiðis? Nema þú verðir sú heppna ha?

Og er búin að finna líkamsræktina mína. Fyrst ég nenni ekki í venjulega leikfimi hef ég tekið upp á því að húlla eins og vindurinn meðan ég horfi á Sex and the City. Eða a.m.k. í gær, sjáum til hvort það endist. Ég verð eins og fokking rúllupylsa í áramótakjólnum ef ég missi ekki a.m.k. 10 kíló, ég er að segja ykkur það.