Harmsögur ævi minnar

15.12.05

Oft hef ég litla tilfinningu fyrir því hvernig mér gengur í prófum. Í dag á ég ekki við slíkt vandamál að stríða; mér gekk vægast sagt hörmulega. Ég man ekki eftir því að hafa áður giskað á 80% svara í einu prófi. Eins gott að þeir fari að merkja mér slopp í frystihúsinu.